Jafntefli í borgarslagnum

Romelu Lukaku sem er hér lengst til vinstri á myndinni …
Romelu Lukaku sem er hér lengst til vinstri á myndinni skoraði mark Everton í grannaslag liðsins gegn Liverpool í dag. AFP

Everton og Liverpool mættust í grannaslag í áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Goodison Park í dag. Liðin skildu jöfn, en lokatölur í leiknum urðu 1:1.

Danny Ings kom Liverpool yfir á 41. mínútu leiksins með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu. Romelu Lukaku jafnaði svo metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 

Everton er í sjötta sæti deildarinnar með 13 stig eftir þennan leik og Liverpool hefur stigi minna og situr í 10. sætinu. 

Daniel Sturridge lék í framlínu Liverpool í leiknum, en belgíski framherjinn Christian Benteke var hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. 

_______________________________________________________________________

90. Leik lokið. Niðurstaðan 1:1 jafntefli.

90. Mamadou Sakho, leikmaður Liverpool, fær gult spjald fyrir að hrinda Romelu Lukaku, leikmanni Everton. 

79. Liverpool gerir einnig breytingu á liði sínu. Lucas Leiva fer af velli og Joe Allen kemur inn ár.

79. Everton gerir breytingu á liði sínu. Steven Naismith fer af velli og Arouna Kone kemur inn á.

71. Philippe Coutinho, leikmaður Liverpool, með skot í ágætis færi, en Tim Howard, markvörður Everton ver skot hans auðveldlega. 

70. Romelu Lukaku, leikmaður Everton, kemst í gott færi, en Simon Mignolet, markvörður Liverpool ver vel. 

68. Lucas Leiva, leikmaður Liverpool, fær gult spjald fyrir brot. 

66. Ross Barkley, leikmaður Everton, með fínt skot sem fer yfir. 

65. James McCarthy, leikmaður Everton, fær gult spjald fyrir brot á James Milner, leikmanni Liverpool. 

59. Everton gerir fyrstu skiptingu leiksins. Gerard Deulofeu fer af velli og Aaron Lennon kemur inn á. 

46. Seinni hálfleikur hafinn á Goodison Park. 

45. Hálfleikur á Goodison Park. 

45. MARK. 1:1. Romelu Lukaku jafnar metin fyrir Everton með skoti af stuttu færi. 

41. MARK. 1:0 fyrir Liverpool. Danny Ings kemur Liverpool yfir með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu.

35. Ross Barkley, leikmaður Everton og Emre Can, leikmaður Liverpool fá báðir gult spjald eftir viðskipti þeirra.  

27. Steven Naismith, leikmaður Everton, með skalla af stuttu færi, en Simon Mignolet, markvörður Liverpool ver frábærlega. 

25. James Milner, leikmaður Liverpool, kemst í gott færi eftir laglegt spil, en Tim Howard, markvörður Everton ver skot hans úr þröngu færi. 

13. Danny Ings, leikmaður Liverpool með gott skot sem fer yfir mark Everton.

1. Leikurinn er hafinn á Goodison Park. 

Byrjunarlið Everton: (4:3:3) Mark: Tim Howard. Vörn:  Tyias BrowningRamiro Funes Mori, Phil Jagielka, Brendon Galloway. Miðja. Gareth Barry, Ross Barkley, James McCarthy. Sókn: Gerard Deulofeu, Romelu Lukaku, Steven Naismith.

Byrjunarlið Liverpool: (3:4:3) Mark: Simon Mignolet. Vörn: Mamadou Sakho, Emre Can, Martin Skrtel. Miðja: Nathaniel Clyne, James Milner, Lucas Leiva, Alberto Moreno. Sókn: Philippe Coutinho, Daniel Sturridge, Danny Ings.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert