Sakho úr leik næstu 6-8 vikurnar

Mamadou Sakho í baráttu við Erik Lamela.
Mamadou Sakho í baráttu við Erik Lamela. AFP

Mamadou Sakho varnarmaðurinn öflugi í liði Liverpool verður frá keppni næstu 6-8 vikurnar vegna meiðsla á hné sem hann varð fyrir í leik Liverpool og Crystal Palace í gær.

Sakho fór til sérfræðings í dag og fór í myndatöku og eru menn bjartsýnir á að krossbandið hafi ekki gefið sig eins og óttast var í fyrstu.

Engu að síður missir franski landsliðsmaðurinn af næstu leikjum Liverpool-liðsins og bætist á sjúkralistanum þar sem fyrir eru Daniel Sturridge, Jordan Henderson, James Milner, Jordon Ibe, Kolo Touré,  Joe Gomez og Danny Ings en þeir tveir síðastnefndu spila ekkert meira á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert