Ætti að Liverpool að selja Sturridge?

Daniel Sturridge og Martin Skrtel.
Daniel Sturridge og Martin Skrtel. AFP

Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, veltir upp þeirri spurningu hvort Liverpool ætti að selja Daniel Sturridge í janúar í pistil sínum í Daily Mail í dag. 

„Það sem mér er minnisstæðast frá því að hafa spilað með Sturridge er að er að hann þurfti að telja sig 100% kláran andlega og líkamlega til þess að hann spilaði með liðinu,“ sagði Carragher um fyrrum liðsfélaga sinn. 

„Staðreyndin er hins vegar sú að leikmenn eru sjaldnast 100% leikfærir þegar þeir mæta til leiks. Leikmenn eru ávallt aumir eftir högg eða einhverja árekstra og menn verða að læra að bíta á jaxlinn og spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Carragher enn fremur.

„Stöðug fjarvera Sturridge veldur Liverpool vandræðum og þeir gætu gefist upp á fjarverunni og selt hann. Ég tel að öll liðin í toppbaráttunni fyrir utan Manchester City myndu taka Sturridge fram yfir framherja sína,“ sagði Carragher um stöðu Sturridge hjá Liverpool.

„Hversu lengi getur Liverpool beðið þolinmótt eftir því að Sturridge verði leikfær reglulega. Mun félagið telja að það sé rétt að leita annað og láta leiðir skilja til þess að komast hjá því að greiða háan launakostnað og fá gott verð fyrir leikmanninn meðan það er mögulegt,“ veltir Carragher fyrir sér í pistlinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert