Manchester City á toppinn um stund

Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City gegn Southampton …
Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City gegn Southampton í dag. AFP

Það voru fimm leikir á dagskrá 14. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Manchester City skaust á topp deildarinnar með 3:1 sigri gegn Southampton. 

Sunderland kom sér úr fallsæti með því að bera sigur úr býtum gegn Stoke með tveimur mörkum gegn engu. Sunderland komst upp fyrir fyrir erkifjendur sína Newcastle með sigrinum.

Newcastle steinlá fyrir Crystal Palace, en lokatölur á Selhurst Park urðu 5:1 fyrir Crystal Palace. Newcastle komst yfir í leiknum, en Adam var ekki lengi í paradís og Crystal Palace svaraði með fimm mörkum.

Steve McClaren, knattspyrnustjóri Newcastle, þykir valtur í sessi, en fregnir af riffrildi milli hans og leikmanna liðsins á æfingasvæði félagsins í síðustu viku eru ekki til þess að hjálpa honum.

Bournemouth tryggði sér mikilvægt stig í fallbaráttunni þegar liðið gerði 3:3 jafntefli við Everton. Bournemouth sýndi mikinn karakter og jafnaði metin undir lok leiksins eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Dramatíkinni var ekki lokið á Vitality Stadium. Stuðningsmenn Everton töldu að Ross Barkley hefði tryggt Everton sigurinn í leiknum, en leikmenn Bournemouth neituðu að gefast upp og Junior Stanislas jafnaði metin á nýjan leik. 

Vandræði Aston Villa halda áfram, en liðið beið lægri hlut gegn Watford á heimavelli sínum, Villa Park. Lokatölur þar urðu 3:2 fyrir Watford.

Úrslit og markaskorar í leikjunum sem hófust klukkan 15:00 má sjá hér að neðan.

Bournemouth - Everton, 3:3 - leik lokið.

Adam Smith 80 mín, Juniro Stanislas 87 mín og 90 mín. Ramiro Funes Mori 25 mín, Romelu Lukaku 35 mín og Ross Barkley 90 mín. 

Aston Villa - Watford, 2:3 - leik lokið.

Micah Richards 41 mín, Jordan Ayew 89 mín. Odion Ighalo 17. mín, Alan Hutton sm 69. mín, Troy Deeney 85 mín.  

Crystal Palace - Newcastle United, 5:1 - leik lokið.

James McArthur 14. mín, Yannick Bolasie 17. mín, Wilfried Zaha 41. mín, Yannick Bolasie 47. mín, James McArthur 90. mín. Papiss Cisse 10. mín. 

Manchester City - Southampton, 3:1 - leik lokið.

Kevin de Bryne 9. mín, Fabian Delph 21. mín, Aleksandar Kolarov 70. mín. Shane Long 50. mín.

Sunderland - Stoke City, 2:0 - leik lokið.
Patrick van Aanholt 82. mín, Duncan Watmore 84. mín.
_______________________________________________________________
16.54. MARK. Staðan er 3:3 hjá Bournemouth og Everton. Junior Stanislas 
jafnar metin aftur fyrir Bournemouth.  Þvílík dramatík. 

16.53. MARK. Staðan er 3:2 fyrir Everton. Ross Barkley
kemur Everton yfir á nýjan leik. Er Everton að tryggja sér stigin þrjú.  

16.51. MARK. Staðan er 5:1 fyrir Crystal Palace. James McArthuer
rekur síðasta naglann í líkkistu Newcastle með öðru mark sínu í leiknum. 

16.46. MARK. Staðan er 3:2 fyrir Watford gegn Aston Villa. Jordan Ayew b
ýr til líflínu fyrir Aston Villa með því að minnka muninn. 

16.45. MARK. Staðan er 2:2 hjá Bournemouth og Everton. Junior Stanislas
 jafnar metin fyrir Bournemouth. 

16.44. MARK. Staðan er 2:0 fyrir Sunderland. 
Duncan Watmore er að öllum líkindum að gulltryggja Sunderland sigurinn í þessum leik. 

16.41. MARK. Staðan er 3:1 fyrir Watfod. Troy Deeney
er að öllum líkindum að tryggja Watford sigur í þessum leik. 

16.40. MARK. Staðan er 1:0 fyrir Sunderland. 
Patrick van Aanholt kemur Sunderland yfir og verði þetta úrslitin kemst Sunderland upp úr fallsæti. 

16.39. MARK. Staðan er 2:1 fyrir Watford. Alan Hutton
varð fyrir því óláni að skora sjálfsmkark. 

16.39. MARK. Staðan er 2:1 fyrir Everton gegn Bournemouth. Adam Smith
minnkar muninn fyrir Bournemouth með stórglæsilegu marki. Bournemouth eygir von um að ná stigi í leiknum. 

16.28. MARK. Staðan er 3:1 fyrir Manchester City. Kolarov
er að öllum líkindum að trgggja Manchester City stigin þrjú sem í boði eru og toppsætið um stund með marki með föstu skoti í vítateignum. 

16.08 MARK. Staðan er 2:1 fyrir Manchester City gegn Southampton. Shane Long
kemur Southampton inn í leikinn með því að minnka muninn. Dusan Tadic sem kom inná í hálfeik á góða fyrirhjöf og Shane Long stangar boltann í netið.  

16.04. MARK. Staðan er 4:1 fyrir Crystal Palace. Yannick Bolasie skorar sitt annað mark í leiknum og það er spurning hvort að þessi niðurlæging verði banabiti Steve McClaren sem knattspyrnustjóri Newcastle. 

1
6.00. Seinni hálfleikur er hafinn í leikjum dagsins. 

15.45.
Hálfleikur í leikjum dagsins

15.41. MARK. Staðan er 3:1 fyrir Crystal Palace. Wilfried Zaha kemur Crystal Palace tveimur mörkum yfir. Ófarir Newcastle halda áfram eftir góða byrjum í þessum leik. 

15.41. MARK. Staðan er 1:1 hjá Aston Villa og Watford. Micah Richards 
jafnar metin fyrir Aston Villa. 

15.35. MARK. Staðan er 2:0 fyrir Everton. Romelu Lukaku 
skorar áttunda mark sitt í jafn mörgum leikjum fyrir Everton og tvöfaldar forystu liðsins. 

15.25. MARK. Staðan er 1:0 fyrir Everton. Ramiro Funes Mori
kemur Everton yfir gegn Bournemouth. 

15.21. MARK. Staðan er 2:0 fyrir Manchester City.
Leikmenn Manchester City vildu fá vítaspyrnu, en fengu hornspyrnu í staðinn. Upp úr hornspyrnunni skoraði Fabian Delph sitt fyrsta mark fyrir Manchester City. 

15.17. MARK. Staðan er 1:0 Watford. Odion Ighalo
skoarar sitt áttunda mark í deildinni í vetur og kemur Watford yfir. 

15.17. MARK. Staðan er 2:1 fyrir Crystal Palace. Yannick Bolasie
kemur Crystal Palace yfir með öðru marki liðsins á þriggja mínútna kafla. 

15.14. MARK. Staðan er 1:1 á Selhust Park. James McArthur 
jafnar metin fyrir Crystal Palace.

15.10. MARK. Staðan er 1:0 fyrir Newcastle United. Papiss Cisse 
kemur Newcastle yfir og greinilegt að eldmessa Steve McClaren í vikunni hefur góð áhrif, enn sem komið er allavega.

15.09. MARK. Staðan er 1:0 fyrir Manchester City. Kevin de Bruyne 
kemur Manchester City yfir. Kevin de Bruyne skorar í autt markið eftir sendingu frá Raheem Sterling.

15.00.
Leikir dagsins eru hafnir. 

14.00. Graziano Pellé, framherji Southampton, tekur út leikbann í leiknum gegn Manchester City í dag eftir að hafa fengið rautt spjald um síðustu helgi. 

14.00. Joe Hart, markvörður Manchester City, verður fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla og Willy Caballero mun taka stöðu hans í marki Manchester City í dag. Þá er Vincent Kompany enn frá vegna meiðsla hjá Manchester City. 

14.00. Manchester City getur skotist á topp deildarinnar um stundarsakir með sigri gegn Southampton á Etihad Stadium í dag.

14.00. Bournemouth og Sunderland geta komið sér upp úr fallsæti með sigrum í leikjum sínum Bournemouth mætir Everton á heimavelli sínum, Vitality Stadium. Sunderland mætir hins vegar Stoke City á heimavelli sínum Stadium of Light.  

14.00. Jack Grealish mun ekki leika með Aston Villa í dag, en Remi Garde, knattspyrnustjóri Aston Villa setti leikmanninn í agabann fyrir að skella sér út á lífið eftir tapleik liðsins gegn Everton um síðustu helgi. 

14.00. Alan Pardew, knattspyrnustjóri Crystal Palace, mætir sínum gömlu félögum þegar Newcastle United kemur í heimsókn á Selhurst Park í dag. Yohan Cabaye, leikmaður Crystal Palace, mætir sínum gömlu samherjum í dag. 

14.00. Steve McClaren, knattspyrnustjóri Newcastle og Fabricio Coloccini, fyrirliði félagsins, lentu í orðaskaki á æfingu liðsins í vikunni. McClaren sagði á blaðamannafundi í gær að þeir félagar hafi sett riffrildið að baki sér og Coloccini verði fyrirliði félagsins áfram og í liði Newcastle í dag.  

Byrjunarlið Bournemouth: Federici, Francis, Cook, Distin, Daniels,Ritchie, Gosling, Surman, Stanislas, Arter, King. 

Byrjunarlið Everton: 
Howard, Coleman, Funes Mori, Stones, Galloway, McCarthy, Barry, Deulofeu, Barkley, Kone, Lukaku. 

Byrjunarlið Aston Villa: 
Guzan, Hutton, Richards, Clark, Richardson, Gana, Veretout, Sanchez, Gil, Ayew, Sinclair.

Byrjunarlið Watford: 
Gomes; Nyom, Britos, Cathcart, Ake; Capoue, Watson; Paredes, Deeney, Abdi; Ighalo.

Byrjunarlið Crystal Palace: 
Hennessey, Ward, Dann, Delaney, Souare, McArthur, Cabaye, Zaha, Puncheon, Bolasie, Wickham.

Byrjunarlið Newcastle United: 
Elliot, Janmaat, Mbemba, Coloccini, Dummett, Colback, Anita, Sissoko, Wijnaldum, Perez, Cisse.

Byrjunarlið Manchester City: 
Caballero, Sagna, Demichelis, Otamendi, Kolarov, Fernandinho, Delph, Toure, De Bruyne, Sterling, Aguero.

Byrjunarlið Southampton: 
Stekelenburg, Yoshida, Van Dijk, Fonte, Bertrand, Romeu, Ward-Prowse, S Davis, Mane, Wanyama, Long.

Byrjunarlið Sunderland: 
Pantilimon, Yedlin, O’Shea, Kaboul, Coates, van Aanholt, Cattermole, M’Vila, Larsson, Defoe, Fletcher.
 
Byrjunarlið Stoke City: 
Butland, Pieters, Johnson, Shawcross, Wollscheid, Whelan, Arnautovic, Adam, Shaqiri, Bojan, Walters.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert