Vardy búinn að slá metið

Jamie Vardy fagnar markinu sem kom honum í sögubækurnar.
Jamie Vardy fagnar markinu sem kom honum í sögubækurnar. AFP

Enski landsliðsframherjinn Jamie Vardy skráði sig í dag í sögubækur ensku úrvalsdeildarinnar. Vardy kom Leicester yfir gegn Manchester United í toppslag 14. umferðar. Vardy varð þar af leiðandi fyrsti leikmaðurinn til þess að skora í ellefu leikjum í röð í deildinni. 

Vardy bætti þar með met sem Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy setti með Manchester United árið 2003.

Niestelrooy skoraði mörkin sín í tveimur samliggjandi tímabilum, en Vardy skoraði hins vegar mörk sín á einu og sama tímabilinu.

Niestelrooy hefur sent Vardy hamingjuóskir með áfangann á instagram síðu sinni. 

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/-o2QwTlzcd/" target="_blank">Well done @vardy7! You're number one now and you deserved it. #11inarow.</a>

A photo posted by Ruud van Nistelrooy (@rvnistelrooy) on Nov 28, 2015 at 10:17am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert