Vardy algerlega óstöðvandi

Jamie Vard, leikmaður Leicester, skorar hér markið sem kom honum …
Jamie Vard, leikmaður Leicester, skorar hér markið sem kom honum í sögubækurnar. AFP

Leicester City fékk Manchester United í heimsókn í toppslag 14. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Fyrir leik liðanna var um fátt annað rætt en hvort Jamie Vardy myndi takast að slá met Ruud van Niestelrooy, fyrrum leikmanns Manchester United, með því að skora í ellefta leiknum í röð. 

Jamie Vardy sló met Hollendingsins þegar hann kom Leicester yfir á 24. mínútu leiksins eftir vel útfærða skyndisókn. Vardy fékk hárnákvæma stundusendingu frá Christian Fuchs og kláraði færið sitt með stakri prýði.

Þjóðverjinn Bastian Schweinsteiger jafnaði svo metin með föstum skalla eftir góða hornspyrnu Daley Blind.

Lokatölur í leiknum urðu 1:1 og hvorugu liðinu tókst þar af leiðandi að tylla sér á topp deildarinnar.

Leicester er með jafn mörg stig og Manchester City sem situr í efsta sæti deildarinnar þar sem liðið er með hagstæðari markatölu.

Manchester United er síðan einu stigi á eftir toppliðunum tveimur.

Jamie Vardy hefur nú skorað 14 mörk í jafn mörgum leikjum í ensku úrvalsdeildinni og er markahæsti leikmaður deildarinnar.

Romelu Lukaku kemur næstur með 10 mörk, en Lukaku hefur skorað átta mörk í síðustu átta leikjum Everton. 

_______________________________________________________________________

19.18. Leik lokið með 1:1 stórmeistarajafntefli.   

19.06.  Skipting hjá Leicester Danny Simpson fer af velli og Ritchie De Laet kemur inná. 

18.56. Skipting hjá Leicester Marc Albrighton fer af velli og Jeffrey Schlupp kemur inná. 

18.53. Skipting hjá Manchester United. Wayne Rooney fer af velli og Memphis Depau kemur inná.

18.52. Varamaðurinn Jose Leonardo Ulloa kemst í gott færi, en David de Gea ver skot hans. 

18.37. Skipting hjá Leicester  Shinji Okazaki fer af velli og Jose Leonardo Ulloa kemur inná. 

18.34. Frábær fyrirgjöf frá Ashley Young og Bastian Schweinsteiger á fastan skalla að marki Leicester sem Schmeichel ver. Þjóðverjinn nálægt því að skora sitt annað mark í leiknum og koma Manchester United yfir. 

18.31. Seinni hálfleikur hafinn. 

18.16. Hálfleikur á King Power Stadium. 

18.15. MARK. Staðan er 1:1. Bastian Schweinsteiger skorar með skalla eftir hornspyrnu Daley Blind. Schweinsteiger fékk ekki skráð sigurmarkið sem hann átti þátt í á móti Watford um síðustu helgi. Þetta er því fyrsta mark Þjóðverjans fyrir Manchester United.  

18.00. Mahrez kemst í gott færi eftir frábært spil leikmanna Leicester. David de Gea ver skot Mahrez. 

17. 53. MARK. Staðan er 1:0 fyrir Leicester. Að sjálfsögðu er það Jamie Vardy sem skorar í sínum ellefta leik í röð og kemur Leicester yfir. Vardy hefur þar með slegið met Ruud van Niestelrooy. Frábær skyndisókn hjá Leicester, Schmeichel kastar boltanum á Fuchs sem stingur boltanum inn fyrir vörn Manchester United og Vardy kemur boltanum framhjá David de Gea, markverði Manchester United. 

17.43. Ashley Young fær gult spjald fyrir peysutog. 

17.41. Leikurinn byrjar nokkuð fjörlega og liðin sækja á víxl í upphafi leiks. Jamie Vardy er í glæsilegum gulllituðum skóm og spurning hvort að það séu skotskór. 

17.30. Leikurinn er hafinn. 

16.36. Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Darmian, Smalling, Blind, McNair, Carrick, Schweinsteiger, Young, Mata, Martial, Rooney.

16.36. Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Simpson, Morgan, Huth, Fuchs, Mahrez, Kante, Drinkwater, Albrighton, Okazaki, Vardy.

16.30. Fregn­ir herma að þeir Marcos Rojo og Jesse Lingard séu báðir meidd­ir og ekki leik­fær­ir. Þar sem Phil Jo­nes er einnig frá vegna meiðsla gæti Lou­is van Gaal þurft að setja hinn unga Paddy McNa­ir í byrj­un­arliðið. Þá er And­er Her­rera úr leik og Michael Carrick er sagður tæp­ur, en hann hef­ur verið að glíma við meiðsli síðustu vik­urn­ar. 

16.30. Jamie Vardy, framherji Leicester City, getur bætt met Ruud van Niestelrooy, fyrrum framherja Manchester United, með því að skora í sínum ellefta leik í röð í ensku úrvalsdeildinni. 

16.30. Leicester City er í öðru sæti deildarinnar með 28 stig einu stigi á undan Manchester United sem er með 27 stig í þriðja sæti deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert