Wenger vanmetur ekki Newcastle

Wenger vill byrja nyja árið af krafti.
Wenger vill byrja nyja árið af krafti. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, býst við erfiðum leik þegar hans menn taka á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun. Arsenal er í efsta sæti deildarinnar en Newcastle situr í 18. sæti.

Þrátt fyrir að Newcastle hafi einungis unnið fjóra af 19 leikjum sínum segir Wenger að það megi ekki vanmeta gestina úr norðrinu. „Byrjun þeirra á tímabilinu var strembin og þá skortir sjálfstraust. Þeir hafa leikið betur á útvelli en heimavelli, sem er eðlilegt undir slíkum kringumstæðum,“ sagði Wenger.

„Leikmannahópur Newcastle er góður og þeir hafa góða leikmenn í öllum stöðum. Í framlínunni eru Cissé, Mitrovic og Pérez. Á miðjunni eru þeir með Sissoko og Wijnaldum en það eru klókir leikmenn. Það er hættulegt að mæta Newcastle,“ bætti Wenger við.

Leikur liðanna hefst á morgun klukkan 15.00 og verður lýst í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert