Chelsea jafnaði í uppbótartíma

Wayne Rooney með tilþrif í leiknum í dag.
Wayne Rooney með tilþrif í leiknum í dag. AFP

Chelsea og Manchester United skildu jöfn, 1:1, í lokaleik 25. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Það leit allt út fyrir sterkan útisigur United en Jesse Lingard kom liðinu yfir með frábæru marki á 61. mínútu. Hann sneri sér á litlu svæði í teignum og náði fösti skoti upp í markvinkilinn, óverjandi fyrir Thibaut Courtois í marki Chelsea.

Diego Costa skoraði hins vegar laglegt jöfnunarmark Chelsea í uppbótartíma og tryggði þeim bláklæddu stigið.

Stigið fleytir hvorugu liði langt, Manchester er áfram í 5. sæti með 41 stig og Chelsea er áfram í 13. sæti með 30 stig.

90. Leik lokið, 1:1 lokatölur!

90. +2. Diego Costa jafnar metin fyrir Chelsea í uppbótartíma, sem er 6 mínútur! Gerði virkilega vel að afgreiða færið, lék framhjá de Gea í markinu og skoraði úr þröngu færi í autt markið.

72. Fábregas með fast skot á nærstöng en enn ver David de Gea!

68. Ivanovic með frábært skot en David de Gea ver ennþá betur!

60. MARK! 1:0 fyrir United. Jesse Lingard skorar frábært mark úr teignum, þrumar boltanum úr erfiðri stöðu og hálfpartinn í snúningnum og inn, alveg í bláhornið.

59. Kurt Zouma verður fyrir slæmum meiðslum og fer af leikvelli.

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

45. Staðan er jöfn, 0:0 í hálfleik.

42. Leikurinn hefur aðeins róast svona rétt fyrir hálfleik. Stefnir í markalausan fyrri hálfleik hjá Manchester United.

32. Fínt færi hjá Diego Costa en skotið hans rétt framhjá markinu!

17. Anthony Martial með frábært skot en Thibaut Courtois ver frábærlega í horn. Ekkert varð úr horninu.

15. Leikurinn fer rólega af stað og bæði lið fara varfærnislega í sínar aðgerðir. Sir Alex Ferguson er mættur að horfa á sína menn spila.

1. Leikurinn er hafinn!

0. Byrjunarliðin eru klár.

United: De Gea; Darmian, Smalling, Blind, Borthwick-Jackson; Fellaini, Carrick; Lingard, Mata, Martial; Rooney.
Bekkur: Romero, McNair, Varela, Schneiderlin, Herrera, Pereira, Memphis

Chelsea: Courtois; Ivanović, Zouma, Terry, Azpilicueta; Mikel, Matić; Willian, Fàbregas, Oscar; Diego Costa.
Bekkur: Begovic, Baba, Cahill, Loftus-Cheek, Pedro, Traore, Hazard.

John Terry reynir skot að marki.
John Terry reynir skot að marki. AFP
Juan Mata leikur gegn sínum gömlu félögum í Chelsea í …
Juan Mata leikur gegn sínum gömlu félögum í Chelsea í dag. AFP
Jesse Lingard fagnar marki sínu í dag.
Jesse Lingard fagnar marki sínu í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert