Kraftaverk á Emirates? - myndskeið

Aaron Ramsey er hér ásamt Olivier Giroud og Mesut Özil.
Aaron Ramsey er hér ásamt Olivier Giroud og Mesut Özil. AFP

Það er líf og fjör á samskiptamiðlum þegar áhugaverð atvik gerast í knattspyrnuleikjum en sumir þar halda því fram að kraftaverk hafi átt sér stað á Emirates leikvanginum er Arsenal sigraði Leicester City 2:1 í dag.

Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal, vildi fá aukaspyrnu í síðari hálfleiknum en dómari leiksins var ekki á sömu skoðun. Ramsey rúllaði eftir jörðinni og bjóst við því fá aukaspyrnu en stökk síðan á lappir til að rífast í dómaranum og töluðu því sumir notendur á samskiptamiðlum um mögulegt kraftaverk á Emirates. Aðrir hafa bent á að brotið hafi verið á honum og telja að dæma hefði átt aukaspyrnu.

Hægt er að sjá atvikið í spilaranum fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert