Landsliðsfyrirliðinn byrjaði á bekknum

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska landsliðsins og Tyrkinn Arda Turan …
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska landsliðsins og Tyrkinn Arda Turan í barátunni í leik liðanna á Laugardalsvellinum árið 2014. mbl.is/Ómar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hóf leikinn á varamannabekk Cardiff þegar liðið mætti Brighton í ensku B deildinni í dag. 

Aron Einar kom síðan inná sem varamaður á 74. mínútu leikins, en Cardiff fór með öruggan 4:1 sigur af hólmi.

Cardiff nálgast sæti í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni með þessum sigri, en liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Derby County sem er sæti ofar í umspilssæti eins og sakir standa.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert