Vill að Mourinho taki við af Wenger

Wright er hrifinn af Mourinho.
Wright er hrifinn af Mourinho. AFP

Ian Wright, fyrrverandi sóknarmaður Arsenal, telur að Portúgalinn José Mourinho væri tilvalinn eftirmaður Arsene Wenger hjá Arsenal, þegar Wenger lætur af störfum hjá Arsenal.

Mourinho var rekinn frá Chelsea í desember og er talið líklegt að hann taki við sem knattspyrnustjóri Manchester united í sumar í stað Louis van Gaal.

Mourinho og Wenger voru svarnir óvinir og stuðningsmönum Arsenal er mörgum hverjum ákaflega illa við Portúgalann. Wright telur ákaflega ólíkt að Mourinho taki við Arsenal, þótt það væri góður kostur.

„Stuðningsmenn Arsenal yrðu brjálaðir. En ég elska José (Mourinho). Ég hefði ekki neitt á móti því að hann kæmi til Arsenal,“ sagði Wright.

„Ég get þó ekki séð það gerast,“ bætti Wright við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert