De Gea fer ekki undir stjórn Mourinho

David de Gea.
David de Gea. AFP

Sögusagnirnar um portúgalska knattspyrnustjórann José Mourinho og Manchester United halda áfram hjá ensku blöðunum í dag.

Í Daily Star kemur fram að spænski markvörðurinn David de Gea, sem hársbreidd var frá því að ganga í raðir Real Madrid fyrir núverandi leiktíð, muni ekki fara neitt fari svo að Mourinho taki við liðinu. 

Þrátt fyrir að David de Gea hafi samið til fjögurra ára í viðbót við Manchester United hefur hann verið sterklega orðaður við Real Madrid. Hann mun hins vegar ekki fá leyfi frá Mourinho samkvæmt spænskum heimildamönnum blaðsins.

The Sun greinir einnig frá því í dag að Mourinho muni gera 60 milljón punda samning við Manchester og gera þar með stærsta þjálfarasamning sögunnar. Pep Guardiola fær 15 milljónir punda á ári hjá Manchester City en samkvæmt fréttinni mun Mourinho fá 20 milljónir punda á ári frá Manchester United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert