Starfið í hættu hjá Louis van Gaal

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United.
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United. AFP

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, gerir sér fullkomlega grein fyrir því að starfsöryggi hans velti á því hvort liðið tryggi sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Louis van Gaal telur þó á sama tíma að hann ætti að fá fjögur ár til þess að móta liðið sitt óháð því hvort titlar komi í hús líkt og Sir Alex Ferguson fékk í upphafi knattspyrnustjóraferils síns hjá Manchester United á sínum tíma.

„Ég býst ekki við að halda starfinu ef við tryggjum okkur ekki sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Stjórnin mun endurmeta hlutina ef úrslitin verða ekki okkur í hag í síðustu átta leikjum liðsins. Það er hlutverk stjórnarinnar og það er alveg eðlilegt að slíkt verði gert,“ sagði Louis van Gaal um stöðu sína sem knattspyrnustjóri Manchester United. 

„Við munum sjá til hverju við höfum áorkað 15. maí þegar við getum metið hvernig ég staðið mig á leiktíðinni. Ég hugsa rökrétt og ég var sammála því sem Sir Alex Feruson sagði í viðtali á dögunum. Knattspyrnustjóri Manchester United verður að skila titlum í hús en hann verður að fá tíma til þess að móta lið sem getur barist um þá titla sem í boði eru,“ sagði Louis van Gaal um framhaldið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert