Newcastle komst upp úr fallsæti

Troy Deeney var hetja Watford í sigri liðsins gegn Aston …
Troy Deeney var hetja Watford í sigri liðsins gegn Aston Villa í dag. GLYN KIRK

West Ham United styrkti stöðu sína í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð með 3:0 sigri gegn West Bromwich Albion í dag. Mark Noble skoraði annan leikinn í röð tvö mörk fyrir West Ham United, en áður hafði Cheikhou Kouyate komið West Ham United yfir. 

West Ham United komst upp fyrir Manchester United, en liðin eru jöfn að stigum í fimmta til sjötta sæti deildarinnar og West Ham United er sæti ofar þar sem liðið er með hagstæðari markatölu. 

Leikmenn Eveton léttu pressuna af knattspyrnustjóra sínum, Roberto Martinez, um stundarsakir hið minnsta. Everton hristi af sér vonbrigðin með ósigur sinn í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar gegn Manchester United um síðustu helgi með 2:1 sigri gegn Bournemouth. 

Það voru Tom Cleverley og Leighton Baines sem skoruðu mörk Everton, en Marc Pugh skoraði mark Bournemouth. Everton hafði ekki tekist að bera sigurorð í síðustu sjö leikjum liðsins og ljóst að þungu fargi er létt af Roberto Martinez og leikmönnum liðsins.  

Lánleysi Aston Villa hélt áfram þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Watford eftir mikla dramatík. Ciaran Clark kom Aston Villa yfir, en Almen Abdi jafnaði metin fyrir Watford skömmu fyrir hálfleik. 

Jordan Ayew kom svo Aston Villa yfir á nýjan leik, en það var svo Troy Deeney sem reyndist hetja Watford. Troy Deeney skoraði tvö mörk fyrir Watford í uppbótartíma leiksins og tryggði liðinu sigurinn. 

Þá komst Newcastle United úr fallsæti með 1:0 sigri sínum gegn Crystal Palace. Það voru Andros Townsend og  Karl Darlow sem sáu til þess að tryggja Newcastle United stigin þrjú sem fleyttu liðinu upp úr fallsæti. Townsend skoraði sigurmark Newcastle United og Darlow varði vítaspyrnu Yohan Cabaye, fyrrum leikmanns Newcastle United. 

Sunderland gerði á sama tíma 1:1 jafntefli við Stoke City þar sem Marko Arnautovic kom Stoke City yfir, en Jermain Defoe jafnaði metin fyrir Sunderland úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Stigið sem Sunderland nældi í dag gæti reynst liðinu dýrmætt í fallbaráttunni þegar yfir lýkur.

90. Leikjum dagsins sem hófust klukkan 14.00 er lokið. 

90. MAKR. Watford - Aston Villa, 3:2. Dramatíkin heldur áfram á Vicarage Road og aftur er Troy Deeney í aðalhlutverki þegar hann skorar annað mark sitt á skömmum tíma og er líklega að tryggja Watford stigin þrjú sem í boði eru. 

90. MARK. Watford - Aston Villa, 2:2. Troy Deeney jafnar metin fyrir Watford í uppbótartíma leiksins. 

90. MARK. Stoke City - Sunderland, 1:1. Jermain Defoe gæti verið að tryggja Sunderland dýrmætt stig í fallbaráttunni með marki sínu úr vítaspyrnu.

79. MARK. WBA - West Ham United, 0:3. Annan leikinn í röð skorar Mark Noble, fyrirliði West Ham United, tvö mörk fyrir liðið. Dimitri Payet nær góðum spretti og leikur á hvern leikmann WBA á eftir öðrum. Payet sendir boltann út á vænginn á Andy Carroll sem sendir háa fyrirgjöf fyrir markið og Mark Noble skorar með viðstöðulausu skoti efst í markhornið.  

74. Aly Cissokho, leikmaður Aston Villa, er rekinn af velli með rauðu spjaldi.

70. Karl Darlow, markvörður Newcastle United, ver vítaspyrnu Yohan Cabaye, fyrrum leikmanns Newcastle United. 

64. MARK. Everton - Bournemouth, 2:1. Leighton Baines kemur Everton aftur yfir þegar hann skilar fyrirgjöf Aaron Lennon frá hægri í markið með góðu skoti sem Artur Boruc, markvörður Bournemouth, nær ekki að verja. 

58. MARK. Newcastle - Crystal Palace, 1:0. Andros Townsend skorar með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu af rúmlega 20 metra færi og kemur Newcastle United yfir. Fast skot Townsend fer í fallegum boga efst í fjærhornið. Eins og staðan er núna er Newcastle United að koma sér upp úr fallsæti. 

50. MARK. Stoke City - Sunderland, 1:0. Marko Arnautovic kemur Stoke City yfir og gerir Sunderland grikk í fallbaráttunni. Charlie Adam sendir botann fyrir þar sem Peter Crouch vinnur skallaeinvígi og boltinn hafnar hjá Arnautovic sem skorar með föstu skoti.  

48. MARK. Watford - Aston Villa, 1:2. Jordan Ayew kemur Aston Villa yfir á nýjan leik. Ayew tekur léttan þríhyrning við Rudy Gestede og skorar svo með góðu skoti. 

46. Seinni hálfleikur er hafinn í leikjum dagsins sem hófust klukan 14.00. 

45. Hálfleikur í leikjum dagsins sem hófust klukan 14.00. 

45. MARK. WBA - West Ham United, 0:2. Cheikhou Kouyate sem skoraði fyrra mark West Ham United notar stóru skrefin sín til þess að geysast upp vinstri vænginn eftir laglegt samspil leikmanna liðsins. Cheikhou Kouyate leggur síðan knöttinn á Mark Noble sem kemur aðvífandi og skorar þriðja mark sitt í síðustu tveimur leikjum liðsins með skoti frá vítateigslínunni.

45. MARK. Watford - Aston Villa, 1:1. Almen Abdi jafnar metin fyrir Watford með skoti beint úr aukaspyrnu af um það bil 20 metra færi sem endar neðst í hægra horninu. Skot Abdi er fínt, en varnarveggur Aston Villa hefði getað komið í veg fyrir markið með því að hoppa. 

34. MARK. WBA - West Ham United, 0:1. Dimitri Payet sendir fína fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Cheikhou Kouyate er staddur og kemur West Ham United yfir með hnitmiðuðum skalla í fjærhornið. Dimitri Payet hefur átt þátt í níu af síðustu 10 mörkum West Ham United, en hann hefur skorað þrjú þeirra og lagt upp sex. 

27. MARK. Watford - Aston Villa. 0:1. Leikmenn Aston Villa eru ekki dauðir úr öllum æðum og Ciaran Clark kemur botnliðinu yfir með skalla eftir hornspyrnu  Ashley R. Westwood. 

10. MARK. Everton - Bournemouth, 1:1. Adam var ekki lengi í paradís hjá Roberto Martinez og leikmönnum Everton þar sem Marc Pugh er búinn að jafna metin fyrir Bournemouth. Pugh fylgir eftir Joshua King og setur boltann yfir marklínuna á marki Everton.

7. MARK. Everton - Bournemouth, 1:0. Tom Cleverley léttir pressunni af knattspyrnustjóra sínum, Roberto Martinez, með því að koma Everton yfir. Cleverley fær seningu frá Ross Barkley, leikur á varnarmann Bournemouth og skorar með góðu skoti í fjærhornið.  

1. Leikir dagsins sem hefjast klukkan 14.00 eru hafnir.

Byrjunarlið Everton: Howard, Besic, Stones, Pennington, Baines, McCarthy, Gibson, Lennon, Barkley, Cleverley, Niasse.

Byrjunarlið Bournemouth: Boruc, Francis, Elphick, Cook, Daniels, Arter, Surman, Pugh, Ritchie, Wilson, King.

Byrjunarlið Newcastle: Darlow, Dummett, Lascelles, Mbemba, Anita, Townsend, Tiote, Colback, Sissoko, Wijnaldum, Cisse.

Byrjunarlið Crystal Palace: Hennessey, Ward, Dann, Delaney, Souare, Jedinak, Cabaye, Puncheon, McArthur, Bolasie, Wickham.

Byrjunarlið Watford: Gomes; Paredes, Cathcart, Britos, Anya; Abdi, Suarez, Watson, Jurado; Deeney, Ighalo.

Byrjunarlið Aston Villa: Bunn, Hutton, Toner, Clark, Lescott, Cissokho, Bacuna, Westwood, Gana, Ayew, Gestede.

Byrjunarlið Stoke City: Haugaard, Bardsley, Cameron, Shawcross, Pieters, Whelan, Imbula, Shaqiri, Adam, Arnautovic, Crouch. 

Byrjunarlðið Sunderland: Mannone, Yedlin, Kone, Kaboul, Van Aanholt, Kirchhoff, Borini, Cattermole, M'Vila, Khazri, Defoe. 

Byrjunarlið WBA: Foster, Olsson, Yacob, Evans, Gardner, McClean, McAuley, Fletcher, Dawson, Rondon, Leko.

Byrjunarlið West Ham: Adrian, Antonio, Reid, Ogbonna, Cresswell, Kouyate, Noble, Sakho, Lanzini, Payet, Carroll.

Jermain Defoe jafnar metin fyrir Sunderland gegn Stoke City með …
Jermain Defoe jafnar metin fyrir Sunderland gegn Stoke City með marki úr vítaspyrnu. LINDSEY PARNABY
Heurelho Gomes, markvörður Watford, þarf að játa sig sigraðan fyrir …
Heurelho Gomes, markvörður Watford, þarf að játa sig sigraðan fyrir skalla Ciaran Clark, leikmanni Aston Villa. GLYN KIRK
Leikmenn Aston Villa fagna marki Ciaran Clark gegn Watford í …
Leikmenn Aston Villa fagna marki Ciaran Clark gegn Watford í dag. GLYN KIRK
Almen Abdi skorar fyrir Watford gegn Aston Villa með skoti …
Almen Abdi skorar fyrir Watford gegn Aston Villa með skoti beint úr aukaspyrnu. GLYN KIRK
Yohan Cabaye, leikmaður Crystal Palace með skoti að marki sinna …
Yohan Cabaye, leikmaður Crystal Palace með skoti að marki sinna gömlu félaga Newcastle United. AFP
Heurelho Gomes, markvörður Watford í góðu stuði á Vicarage Road …
Heurelho Gomes, markvörður Watford í góðu stuði á Vicarage Road í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert