Welbeck kom Arsenal til bjargar

Danny Welbeck fagnar sigurmarki sínu fyrir Arsenal gegn Norwich City …
Danny Welbeck fagnar sigurmarki sínu fyrir Arsenal gegn Norwich City í dag með Alexis Sanchez, liðsfélaga sínum. BEN STANSALL

Danny Welbeck tryggði Arsenal 1:0 sigur Norwich City í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla á Emirates í dag. Mark Welbeck kom á 58. mínútu leiksins, en hann hafði skömmu áður komið inná sem varamaður. 

Arsenal er í þriðja sæti deildarinnar með 67 stig eftir þennan sigur þremur stigum á undan Manchester City sem er sæti neðar og tveimur stigum á eftir Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. 

Norwich City er hins vegar í fallsæti eftir leiki dagsins, en liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með 31 stigi tveimur stigum frá Newcastle United sem situr í neðsta örugga sætinu í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.  

90. Leik lokið með 1:0 sigri Arsenal. 

89. Skipting hjá Norwich City. Sebastien Bassong fer af velli og Matt Jarvis kemur inná. 

85. Mesut Özil fær gult spjald fyrir brot.

84. Skipting hjá Arsenal. Alexis Sanchez fer af velli og Francis Coquelin kemur inná. 

78. Skipting hjá Norwich City. Robert Brady fer af velli og Steven Naismith kemur inná. 

70. Alexis Sanchez, framherji Arsenal, kemst í fínt færi en skot hans fer beint í fangið á John Ruddy, markverði Norwich City. 

69. Gabriel Paulista, varnarmaður Arsenal, bjargar á síðustu stundu með góðri tæklingu og potar boltanum frá tánum á Dieumerci Mbokani sem var í dauðafæri. 

67. Skipting hjá Norwich City. Wesley Hoolahan fer af velli og Dieumerci Mbokani kemur inná. 

58. MARK. Arsenal - Norwich City, 1:0. Danny Welbeck er ekki lengi að láta til sín taka. Tveimur mínútum eftir að Welbeck kemur inná sem varamaður skorar hann með föstu skoti af vítateigslínunni neðst í markhornið eftir að Oliver Giroud leggur boltann á hann með skalla. Fyrsta skot Arsenal sem hittir á markið hafnar í netinu. 

56. Skipting hjá Arsenal. Alex Iwobi fer af velli og Danny Welbeck kemur inná.  

50. Skipting hjá Arsenal Per Mertesacker fer af velli og Gabriel Paulista kemur inná. 

46. Seinni hálfleikur er hafinn á Emirates. 

45. Hálfleikur á Emirates þar sem staðan er markalaus. 

45. Per Mertesacker, varnarmaður Arsenal, með skalla framhjá eftir aukasprynu Mesut Özil. 

45. Enn og aftur er Nathan Redmond, leikmaður Norwich City, aðgangsharður upp við mark Arsenal og skot hans fer hárfínt framhjá. 

44. Gary O'Neil, leikmaður Norwich City, með afar slakt skot hátt yfir mark Arsenal eftir laglegt samspil við Nathan Redmond. 

42. Nathan Redmond, leikmaður Norwich City, með gott skot sem Petr Cech, markvörður Arsenal ver vel. 

32. Mohamed Elneny, miðvallarleikmaður Arsenal, með skot sem fer af varnarmanni Norwich City og Arsenal fær hornspyrnu sem ekkert verður úr.

20. Alexis Sanchez, framherji Arsenal, með skot að marki sem fer af varnarmanni Norwich City og er á leið til Oliver Giroud, en aftur kemur  Martin Olsson, varnarmaður Norwich City, í veg fyrir að franski framherjinn komi Arsenal yfir. 

11. Oliver Giroud, framherji Arsenal, með skot sem Martin Olsson, varnarmaður Norwich City, kemst fyrir. 

6. Nathan Redmond, leikmaður Norwich City, með fyrsta skot leiksins af stuttu færi sem Petr Cech, markvörður Arsenal ver.

1. Leikurinn er hafinn. 

0. Arsenal er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, en liðið situr í fjórða sæti deildarinnar með 64 stig líkt og Manchester City sem er sæti ofar vegna hagstæðari markatölu. 

0. Norwich City er hins vegar í harðri fallbaráttu, en liðið er í fallsæti eins og sakir standa með 31 stig í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Norwich City er með jafn mörg stig og Sunderland sem er sæti ofar, en Sunderland situr í öruggu sæti þar sem liðið er með betri markatölu en Norwich City.

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Bellerin, Mertesacker, Koscielny, Monreal, Elneny, Ramsey, Sanchez, Ozil, Iwobi, Giroud.   

Byrjunarlið Norwich City: Ruddy, Pinto, Martin, Bassong, Olsson, O’Neil, Howson, Redmond, Hoolahan, Brady, Jerome.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert