Gylfi lagði upp gegn Liverpool

Leikmenn Swansea City fagna marki Andre Ayew gegn Liverpool í …
Leikmenn Swansea City fagna marki Andre Ayew gegn Liverpool í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp fyrsta mark Swansea City fyrir Andre Ayew í 3:1 sigr liðsins gegn Liverpool á Liberty Stadium í dag. Swansea City tryggði sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með þessum sigri. 

Þetta var þriðja markið sem Gylfi Þór Sigurðsson leggur upp fyrir samherja sína í Swansea City í deildinni í vetur, en auk þess hefur Gylfi Þór skorað 11 mörk fyrir liðið í vetur. Gylfi hefur leikið afar vel fyrir Swansea City eftir áramót, en hann hefur skorað níu mörk og átt drjúgan þátt í því að liðið heldur sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. 

Leikmenn Swansea City voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og það var því sanngjarnt þegar Jack Cork tvöfaldaði forystu heimamanna með laglegu marki á 30. mínútu leiksins. 

Christian Benteke sem kom inná sem varamaður kveikti von í hjörtum Liverpool-manna þegar hann skoraði með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu Sheyi Ojo. Það tók Andre Ayew hins vegar eingöngu þrjár mínútur að slökkva þann vonarneista þegar hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark Swansea City.  

90. Skipting hjá Swansea City. Leon Britton fer af velli og 

87. Aftur reynir Gylfi Þór Siguðrsson, leikmaður Swansea City, skot af löngu færi, en að þessu sinni fer skot hans framjá marki Liverpool.  

85. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea City, með skot af löngu færi sem fer beint í fangið á Danny Ward, markverði Liverpool. 

80. Skipting hjá Liverpool. Jordan Ibe fer af velli og Cameron Brannagan kemur inná. 

76. Martin Skrtel, leikmaður Liverpool, fær gult spjald fyrir brot á Gylfa Þór Sigurðssyni. 

75. Brad Smith, leikmaður Liverpool, er áminntur með gulu spjaldi í annað skipti og þar af leiðandi vikið af velli með rauðu spjaldi. 

73. Angel Rangel, leikmaður Swansea City, fær gult spjald fyrir brot. 

72. Skipting hjá Swansea City. Jefferson Montero fer af velli og Kyle Naughton kemur inná.  

67. MARK. Swansea City - Liverpool, 3:1. Andre Ayew slekkur í vonarneista Liverpool þegar hann skorar annað mark sitt og þriðja mark Swansea City. Ayew vinnur boltann af harðfylgi inni í vítateig Liverpool og skorar með hnitmiðuðu skoti alveg upp við stöngina á marki Liverpool. 

64. MARK. Swansea City - Liverpool, 2:1. Christian Benteke minnkar muninn fyrir Liverpool með marki með skalla af stutti færi eftir hornspyrnu Sheyi Ojo. Þetta er áttunda mark Benteke fyrir Liverpool í deildinni í vetur. 

59. Neil Taylor, leikmaður Swansea City, nálægt því að setja boltann í eigið net, en boltinn sleikir stöngina og Liverpool fær hornspyrnu.  

46. Seinni hálfleikur hafinn á Liberty Stadium. 

46. Tvöföld skipting hjá Liverpool. Pedro Chirivella og Philippe Coutinho fara af velli og Lucas Leiva og Christian Benteke koma inná. 

45. Hálfleikur á Liberty Stadium þar sem Swansea City er með 2:0 forystu. 

45. Daniel Sturridge, framherji Liverpool, með skot beint úr aukaspyrnu sem fer hátt yfir mark Swansea City. 

42. Philippe Coutinho, leikmaður Liverpool, með skot af löngu færi sem fer töluvert framhjá marki Swansea City. 

40. Jack Cork, leikmaður Swansea City, fær gult spjald fyrir brot. 

39. Nathaniel Clyne, leikmaður Liverpool, fær gult spjald fyrir brot. 

35. Daniel Sturridge, framherji Liverpool, sleppur í gegnum vörn Swansea City og lyftir boltanum yfir Lukasz Fabianski, markvörð Swansea City, en boltinn fer framhjá marki Swansea City. 

32. MARK. Swansea City - Liverpool, 2:0. Það hlaut að koma að því að Swansea City tvöfaldaði forystu sína. Enn og aftur missa leikmenn Liverpool boltann á hættulegum stað og boltinn berst til Jack Cork sem skorar með hnitmiðuðu skoti sem fer í fallegnum snúning í fjærhornið á marki Liverpool. 

30. Annað mark Swansea City liggur í loftinu. Að þessu sinni kemst Jefferson Montero í skotfæri, en Danny Ward, markvörður Liverpool, ver skot hans. 

27. Enn og aftur er Gylfi Þór Sigurðsson að skapa færi fyrir samherja sína hjá Swansea City. Nú ratar hárnákvæm aukaspyrna Gylfa Þórs beint á kollinn á Jordi Amat sem skallar yfir í góðu færi. 

26. Brad Smith, leikmaður Liverpool, fær gult spjald fyrir brot. 

25. Leon Britton, leikmaður Swansea City, með skot af vítapunktinum um það bil sem Danny Ward, markvörður Liverpool, gerir vel í að verja. 

24. Jordan Ibe, leikmaður Liverpool, með fínt skot af löngu færi sem Lukasz Fabianski, markvörður Swansea City ver nokkuð auðveldlega. 

20. MARK. Swansea City - Liverpool. 1:0. Andre Ayew kemur Swansea City þegar hann stangar boltann inn af stuttu færi eftir frábæra hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta er þriðja markið sem Gylfi Þór leggur upp fyrir Swansea City í deildinni í vetur. 

19. Andre Ayew kemst aftur í gott færi eftir vel útfærða skyndisókn en Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool kemst fyrir skot hans og Swansea City fær hornspyrnu. 

13. Andre Ayew kemst í fínt færi eftir snarpa sókn Swansea City, en skot Ayew fer framhjá. 

12. Gylfi Þór Sigurðsson með fyrsta skot Swansea City í leiknum, skot Gylfa Þórs í ágætis færi fer beint í fangið á Danny Ward, markverði Liverpool. 

10. Daniel Sturridge, framherji Liverpool, með fyrsta skot leiksins sem fer langt framhjá marki Swansea City. 

8. Brad Smith, vinstri bakvörður Liverpool, með hressilega tæklingu á blautum vellinum. Smith fær aðvörun frá Roger East, dómara leiksins.  

1. Leikurinn er hafinn á Liberty Stadium. 

0. Swansea City getur tryggt sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni með sigri í þessum leik, en liðið er með 40 stig í 15. sæti deildarinnar átta stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. 

0. Liverpool er í sjöunda sæti deildarinnar með 55 stig og getur minnkað forskot Manchester United sem er sæti ofar niður í eitt stig með sigri í þessum leik. 

Byrjunarlið Swansea:  Fabianski, Rangel, Amat, Williams, Taylor, Britton, Cork, Gylfi Þór Sigurðsson, Routledge, Montero, Ayew.

Byrjunarlið Liverpool: Ward, Clyne, Skrtel, Lovren, Smith, Stewart, Chirivella, Ibe, Ojo, Coutinho, Sturridge.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert