Mataræðið lykilinn að velgengni Leicester

Knattspyrnustjóri Leicester City
Knattspyrnustjóri Leicester City AFP

Móðir Claudio Ranieri, knattspyrnustjóra Leicester City, segir að lykilinn að baki góðum árangri hans með liðið hafi verið að borða hæfilega mikið af pasta. Fjölskyldan er frá Ítalíu og segir móðir hans, sem er 96 ára, að hún hafi passað vel upp á mataræði hans síðustu vikur.

„Sonur minn þarf að vera í góðu formi,“ sagði hún í samtali við blaðið La Repubblica. Segir hún hann frekar hafa valið grænar baunir eða salat en pasta.

Ranieri flaug heim til Rómar á Ítalíu á mánudag og hitti móður sína. Þá fékk hann sér steik og cicoria ripassata, vinsælan ítalskan rétta sem gerður er úr grænmeti sem svipar til spíants. Í eftirrétt fékk hann sér skál af jarðarberjum með sítrónusafa og sykri.

Móðir Ranieri segist hafa grátið þegar hún heyrði fréttirnar af árangri liðsins en sonur hennar hringdi í hana til að greina henni frá meistaratitlinum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert