Býst við því að vera áfram

Gylfi Þór Sigurðsson sækir að Cesar Azpilicueta í leik Swansea …
Gylfi Þór Sigurðsson sækir að Cesar Azpilicueta í leik Swansea og Chelsea. AFP

„Ég vil allavega ekki meiðast og það getur vel farið svo að ég verði hvíldur í síðustu tveimur leikjunum,“ sagði landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea City, við Morgunblaðið í gær, en Alan Curtis, aðstoðarþjálfari félagsins, segir að fyrst liðið sé búið að gulltryggja sér áframhaldandi sæti í ensku úrvalsdeildinni komi vel til greina að hvíla leikmenn í síðustu tveimur umferðunum og sérstaklega þá sem séu á leið á EM.

,,Þeir eru að horfa líka upp á næsta tímabil því það gefst ekki mikill tími til að gefa okkur sem erum á leið á EM frí. Ég veit ekki alveg hvað þeir eru með í huga. Það var alltaf talað um það að þegar við værum orðnir öruggir með sætið í deildinni hefðu þeir þann möguleika að gefa okkur hvíld.

Vissulega væri gaman að klára tímabilið en ef ég spila ekki síðasta leikinn næ ég góðri viku í hvíld áður en ég byrja undirbúninginn með landsliðinu. Ef ég fæ tveggja vikna frí tek ég viku til tíu daga í frí áður en ég byrja að æfa sjálfur áður en landsliðið kemur saman. Það yrði bara gott að fá gott frí og mæta ferskur til leiks í undirbúninginn með landsliðinu,“ sagði Gylfi Þór.

Sjá viðtal við Gylfa í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem hann ræðir m.a. framtíð sína hjá Swansea.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert