Tottenham á Wembley á næstu leiktíð?

Harry Kane og félagar gætu fengið að spila regluleg á …
Harry Kane og félagar gætu fengið að spila regluleg á Wembley á næstu árum. BEN STANSALL

Samkomulag er nánast í höfn um að Tottenham muni spila heimaleiki sína á Wembley tímabilið 2017-18 í ensku úrvalsdeildinni en liðið er án heimavallar þá leiktíð þar sem byggja á upp nýjan leikvang þar sem White Hart Lane stendur nú.

Ágætar líkur eru einnig á því að Tottenham muni spila heimaleiki sína í Meistaradeild Evrópu á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley, á næstu leiktíð.

Greg Dyke formaður enska knattspyrnusambandsins staðfesti í dag að viðræður hefðu áttu sér stað og að það væri nánast í höfn liðið myndi spila á Wembley 2017-18.

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, hefur lengi haft augastað á að láta Tottenham spila heimaleiki sína á Wembley og það gæti verið að verða að veruleika.

Forráðamenn Tottenham áætla að nýr leikvangur liðsins sem mun rúma 61 þúsund manns verði klár fyrir tímabilið 2018-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert