Sex leikja bann fyrir augnpotið

Mousa Dembele og Diego Costa í þann mund sem atvikið …
Mousa Dembele og Diego Costa í þann mund sem atvikið átti sér stað. AFP

Mousa Dembele, miðjumaður Tottenham, hefur verið dæmdur í sex leikja bann af enska knattspyrnusambandinu vegna ofbeldisfullrar háttsemi sinnar í síðasta deildarleik liðsins gegn Chelsea.

Á myndbandsupptökum úr leiknum mátti sjá að Dembele virtist pota í augað á Diego Costa, framherja Chelsea í leiknum, sem slökkti vonir Tottenham-manna um enska meistaratitilinn en lokatölur urðu 2:2.

Dómari leiksins, Mark Clattenburg sá ekki atvikið og því gat enska knattspyrnusambandið gripið til aðgerða. Alls fengu níu leikmenn Tottenham gult spjald í leiknum, sem gæti skilað sér í hárri sekt fyrir félagið.

Fyrr í dag kom fram að Dembele hyggðist ekki mótmæla ákæru knattspyrnusambandsins.

Atvikið má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert