Úrvalsdeildarliðin græða á tá og fingri

Greiðslur til Englandsmeistaranna nema 93 milljónum punda.
Greiðslur til Englandsmeistaranna nema 93 milljónum punda. AFP

Greiðslur til félaga í ensku úrvalsdeildinni vegna tímabilsins sem er liðið voru birt af vefsíðu ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Arsenal fékk hæstu upphæðina greidda á þessu tímabili, og Aston Villa þá lægstu.

Arsenal, sem endaði í öðru sæti á tímabilinu fær tæplega 101 milljón punda greidda fyrir tímabilið. Greiðslur til Englandsmeistara Leicester námu 93 milljónum, þau fjórðu hæstu á eftir Arsenal, Manchester City og Tottenham. Greiðslurnar tengjast sjónvarpssamningi úrvalsdeildarinnar. Útgjöld fyrir sjónvarpsútsendingar eru að mestu leyti jöfn en þau félög sem fá flesta leiki sýnda í beinni útsendingu fá hærri greiðslur. Þær greiðslur eru flokkaðar undir „Faculty fee.“

Greiðslurnar til félaganna í ensku úrvalsdeildinni eru mun hærri en fyrirfinnst í öðrum deildum heims og eru þau mun jafnari en til dæmis í spænsku og þýsku deildinni. Það útskýrir háan kaupmátt neðri liðanna í úrvalsdeildinni. Kaupmátturinn mun aukast enn meir þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur út og nýr tekur gildi, sem er í sumar.

Tölurnar má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert