Benitez semur til þriggja ára við Newcastle

Rafa Benitez.
Rafa Benitez. AFP

Samkvæmt enska fréttamiðlinum Sky Sports hefur Spánverjinn Rafael Benitez gert þriggja ára samning við Newcastle United. 

Benitez tók við Newcastle af Steve McClaren 11. mars síðastliðin þegar liðið var í mikilli fallbaráttu. Þrátt fyrir betri frammistöður tókst honum ekki að bjarga liðinu frá falli niður í ensku 1. deildina. 

Það er sjaldgæft að svo stórt nafn fylgi liði sínu niður um deild. Áður en Benitez tók við Newcastle hafði hann stýrt stórliðum Real Madrid, Napoli, Chelsea, Liverpool og Valencia. Hann varð spænskur meistari tvívegis með Valencia, vann Meistaradeild Evrópu á ævintýralegan hátt með Liverpool fyrir 11 árum í dag, og vann Evrópudeildina með Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert