Hagsmunaárekstrar fresta ráðningu Mourinhos

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

Samningaviðræður á milli fulltrúa Josés Mourinhos og Manchester United hafa dregist mjög á langinn. Ástæða þess er sú að þjálfarinn heimsfrægi hefur gert fjölda auglýsingasamninga við fyrirtæki sem eru í beinni samkeppni við styrktaraðila Manchester United.

Til dæmis má taka þá staðreynd að Manchester United er með sjö ára samning við bílaframleiðandan Chevrolet og Mourinho hefur gert samning við samkeppnisaðilann Jaguar. Einnig auglýsir Mourinho fyrir úraframleiðandann Hublot sem rekst á við samning Manchester United við bandaríska úraframleiðandann Bolova.

Stuðningsmenn Manchester United hafa þó enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur, því samkvæmt fréttamiðlinum Telegraph ættu þessir hagsmunaárekstrar ekki að koma í veg fyrir að samkomulag náist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert