Xhaka genginn til liðs við Arsenal

Granit Xhaka.
Granit Xhaka.

Fyrstu kaup Arsenal á tímabilinu hafa verið tilkynnt, en liðið gerði langtímasamning við svissneska landsliðsmanninn Granit Xhaka rétt í þessu. Upphæðin hefur ekki enn verið gefin upp en gert er ráð fyrir því að hún nemi um 30 milljónum punda sem myndi gera hann þriðja dýrasta leikmanninn í sögu Arsenal. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Xhaka, sem er 23 ára gamall, kemur til Lundúna frá þýska félaginu Borussia Mönchengladbach þar sem hann var fyrirliði.

„Granit Xhaka er spennandi leikmaður. Hann hefur nú þegar mikla reynslu úr Meistaradeild Evrópu og þýsku A-deildinni. Við höfum fylgst með honum um hríð, hann er leikmaður sem mun bæta miklu við liðið,“ sagði Arséne Wenger, þjálfari Arsenal.

Xhaka leikur með svissneska landsliðinu á EM í Frakklandi í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert