Ronaldo fagnar komu Mourinhos

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Stórstjarnan Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, er spenntur fyrir ráðningu samlanda síns Josés Mourinhos í stöðu þjálfara Manchester United og vonast til þess að þjálfarinn geti lyft sínu gamla liði upp í hæstu hæðir á ný.

Ronaldo, sem spilaði tæplega 200 leiki með Manchester United, lék undir stjórn Mourinho hjá Real Madrid í þrjú ár og voru þau tímabil með þeim bestu á ferli hans. Hann telur að félagið geti fundið sig upp á nýtt eftir tvö ár í lausu lofti undir stjórn van Gaal.

„Ég held að þetta sé góð ráðning. Ég vona að Manchester United komist aftur á toppinn því liðið hefur skort sjálfsmynd síðustu ár. Það særir mig að sjá United þannig því liðið á sérstakan stað í hjarta mínu,“ sagði Ronaldo sem útilokaði jafnframt endurkomu á Old Trafford.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert