Liverpool í viðræðum við Mané

Sadio Mané fagnar marki á síðustu leiktíð.
Sadio Mané fagnar marki á síðustu leiktíð. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er í viðræðum um kaup á framherjanum Sadio Mané frá Southampton. Þetta er haft eftir heimildum Sky Sports-fréttastofunnar.

Kaupverðið hefur ekki verið ákveðið en talið er að hann muni kosta Liverpool í kringum 30 milljónir punda.

Hinn 24 ára gamli Mané er talinn vera hinn fulkomni framherji til þess að leiða sóknarlínu Liverpool á næstu leiktíð undir stjórn Jürgens Klopps.

Mané skoraði tvisvar gegn Liverpool í mars er Southampton kom til baka og vann æsilegan 3:2-sigur á St. Mary's, heimavelli Southampton.

Fari Mané verður hann annað stóra nafnið sem yfirgefur Southampton en í gær keypti Tottenham Victor Wanyama frá félaginu.

Sadio Mané hefur leikið með Southampton frá árinu 2014 og skorað 21 mark í 67 leikjum fyrir félagið. Hann skoraði 11 mörk í 37 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert