Southgate líklega tímabundinn stjóri Englands

Byrjunarlið Englands í gærkvöldi.
Byrjunarlið Englands í gærkvöldi. AFP

Gareth Southgate, stjóri U21 árs liðs Englands og fyrrverandi enskur landsliðsmaður, mun væntanlega taka við enska landsliðinu tímabundið eftir að Roy Hodgson sagði upp störfum í gærkvöld eftir tap Englands gegn Íslandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu.

The Guardian greinir frá. Roy Hodgson var ásamt framkvæmdastjóra enska knattspyrnusambandsins, Martin Glenn, á blaðamannafundi í dag þar sem þeir sátu fyrir svörum blaðamanna. Glenn vildi ekki nefna nein nöfn sem mögulega arftaka Hodgsons, en nefndir hafa verið Arséne Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, og Brendan Rodgers, fyrrverandi stjóri Liverpool, sem nýtekinn er við starfi Celtic í Skotlandi.

Southgate mun væntanlega stýra liðinu eftir níu vikur gegn Slóvakíu en þá hefst undankeppnin fyrir HM í Rússlandi árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert