Fær leyfi til að fara í læknisskoðun

Michy Batshuayi fagnar marki sínu gegn Ungverjalandi.
Michy Batshuayi fagnar marki sínu gegn Ungverjalandi. AFP

Marc Wilmots, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur gefið Michy Batshuayi leyfi til þess að gangast undir læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea en þetta kemur fram í erlendum miðlum í kvöld.

Batshuayi, sem er 22 ára gamall, er á mála hjá franska liðinu Marseille en hann verður væntanlega orðinn leikmaður Chelsea fyrir helgi.

Talið er að Chelsea greiði Marseille 40 milljónir evra til þess að fá hann en hann hefur verið í aukahlutverki hjá belgíska landsliðinu á Evrópumótinu til þessa.

Hann kom inná í 4:0 sigri liðsins á Ungverjalandi en hann skoraði þriðja mark liðsins. Hann hefur nú fengið leyfi til þess að fara í læknisskoðun hjá Chelsea áður en hann skrifar undir langtímasamning við félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert