Frakki ráðinn stjóri Southampton

Puel flytur frá Nice til Southampton.
Puel flytur frá Nice til Southampton. AFP

Frakkinn Claude Puel hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska félagsins Southampton. Hann tekur við af Hollendingnum Ronald Koeman sem yfirgaf Southampton á dögunum og tók við Everton.

Puel skrifaði undir þriggja ára samning við suðurstrandarliðið sem hafnaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu keppnistímabili.

Puel, sem er 54 ára gamall, hefur þjálfað Nice í frönsku 1. deildinni undanfarin fjögur ár. Áður hafði hann stýrt Monaco, Lille og Lyon í heimalandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert