Giggs kveður United eftir 29 ár

Óvíst er hvert Ryan Giggs fer í sumar.
Óvíst er hvert Ryan Giggs fer í sumar. AFP

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn og aðstoðarþjálfari Manchester United, Ryan Giggs, hefur komist að samkomulagi við United um að yfirgefa félagið í sumar. Þetta kemur fram á vef BBC.

Giggs hóf að leika með ung­lingaliði United árið 1987, á fjór­tánda ári. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu þrem­ur árum síðar en hann lagði skóna á hill­una fyr­ir tveim­ur árum, eft­ir 24 fjög­ur ár í aðalliði United.

Hann var ráðinn aðstoðarmaður Dav­id Moyes, þáver­andi knatt­spyrn­u­stjóra Manchester United, sum­arið 2013 og var síðan aðstoðarmaður Lou­is van Gaal und­an­far­in tvö tíma­bil. 

Giggs átti eitt ár eftir samningi sínum við United en nýr stjóri United, José Mourinho, ákvað að taka aðstoðarmann sinn, Rui Faria, með sér. Giggs hefur því ákveðið að leita á önnur mið en búist er við yfirlýsingu frá Manchester United vegna málsins á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert