Moyes tekur við Sunderland

David Moyes, nýráðinn knattspyrnustjóri Sunderland.
David Moyes, nýráðinn knattspyrnustjóri Sunderland. Ljósmynd/safc.com

Skotinn David Moyes hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Sunderland sem leikur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla, en hann tekur við starfinu af Sam Allardyce sem ráðinn var þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu karla í gær.

Moyes hefur verið án starfs síðan hann hætti störfum hjá spænska félaginu Real Sociedad, en það stýrði hann meðal annars Alfreð Finnbogasyni, landsliðsframherja íslenska liðsins. Þar áður hafði Moyes stýrt Preston North End, Everton og Manchester United.

Samningur Moyes er til fjögurra ára, en skoski knattspyrnustjórinn hefur þrjár vikur til þess að undirbúa lið sitt fyrir fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni, en hans bíður verðugt verkefni að mæta Pep Guardiola og lærisveinum hans hjá Manchester City. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert