Rooney vill verða þjálfari

Wayne Rooney fagnar vítaspyrnumarkinu gegn Íslandi á EM 2016.
Wayne Rooney fagnar vítaspyrnumarkinu gegn Íslandi á EM 2016. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney hefur viðurkennt að hann vilji verða knattspyrnuþjálfari þegar leikferlinum lýkur. Þessu greindi hann frá í spurt&svarað sem hann stóð fyrir á Facebook.

Rooney stóð fyrir svörum gegnum tölvu á hótelherbergi í Peking í Kína, þar sem Manchester United mun mæta erkifjendunum Manchester City í undirbúningsleik fyrir næsta tímabil.  

„Ég vil verða knattspyrnustjóri þegar ég hætti að spila,“ sagði Rooney. 

„Ég hef verið í fótbolta allt mitt líf. Núna er ég að ganga frá því að öðlast réttindin og vonandi verður það klappað og klárt þegar ég hætti spilamennsku.“ 

Hann hefur spilað 115 landsleiki og er markahæstur í sögu enska landsliðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert