Arsenal getur ekki skákað stórliðum á markaði

Ivan Gazidis hefur verið stjórnarformaður Arsenal frá 2009.
Ivan Gazidis hefur verið stjórnarformaður Arsenal frá 2009. Arsenal.com

Ivan Gazidis, stjórnarformaður enska félagsliðsins Arsenal, segir í viðtali við New York Times að það geti ekki keppt við stærstu liðin á leikmannamarkaðinum. 

„Við getum ekki keppt við keppinauta sem hafa mun meiri peninga til ráðstöfunar. Við verðum að fara varlega og velja gaumgæfilega,“ sagði Gazidis. 

Arsenal hefur gert ein stór kaup í sumar, þá keypti liðið miðjumanninn Granti Xhaka á 25 milljónir punda. Á síðustu leiktíð var það eina liðið í fimm stærstu deildum Evrópu sem ekki keypti útileikmann, aðeins markmanninn Petr Cech. 

Í sumar hafa stærstu lið ensku úrsvalsdeildarinnar öll keypt að minnsta kosti tvo leikmenn sem kosta yfir 10 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert