Bæta við fjórða varamanninum

Leikmenn Manchester United fagna bikarmeistaratitlinum í vor.
Leikmenn Manchester United fagna bikarmeistaratitlinum í vor. AFP

Enska knattspyrnusambandið tilkynnti rétt í þessu að í ensku bikarkeppninni í vetur yrði heimilt að nota fjórða varamanninn.

Um árabil hafa verið í gildi reglur um að nota megi í mesta lagi þrjá varamenn í hverjum knattspyrnuleik. Nú ætla Englendingar að heimila notkun þess fjórða, en aðeins í framlengingu, og ekki fyrr en komið er í átta liða úrslit bikarkeppninnar.

Reglan verður sem sagt í gildi í átta liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitaleik bikarkeppninnar næsta vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert