Hafnaði United og valdi Liverpool

Sadio Mane í leik með Southampton.
Sadio Mane í leik með Southampton. AFP

Senegalski knattspyrnumaðurinn Sadio Mané sem Liverpool keypti af Southampton í sumar segir að hann hafi hafnað því að ganga til liðs við Manchester United.

„Mörg félög, ekki bara Manchester United, höfðu áhuga á að fá mig. En þegar ég frétt af áhuga Liverpool fann ég að það væri rétta félagið fyrir mig með rétta þjálfarann,“ sagði Mané í viðtali við Liverpool Echo.

Mané lék með Southampton í tvö ár og skoraði 25 mörk í 75 leikjum. Liverpool keypti hann í júní fyrir 34 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert