Moyes vill Fellaini

Marouane Fellaini á blaðamannafundi á EM 2016
Marouane Fellaini á blaðamannafundi á EM 2016 AFP

Staðarblaðið Manchester Evening News fullyrðir að nýráðinn knattspyrnustjóri Sunderland, David Moyes, sækist eftir kröftum miðjumannsins Marouanes Fellainis sem er á mála hjá Manchester United. Talið er að 13 milljónir punda sé nóg til að fá United til að selja leikmanninn.

Moyes og Fellaini eru vel kunnugir. Fellaini spilaði fyrir Everton á árunum 2008 til 2013 meðan David Moyes var við stjórnvölinn. Þegar Moyes var ráðinn knattspyrnustjóri Manchester United tók hann miðjumanninn með sér fyrir 27,5 milljónir punda, sem þótti heldur dýrt á þeim tíma. 

Ef eitthvað er að marka orðróm frá ráðningu Moyes til Sunderland á dögunum sækir hann í leikmenn sem hann hefur áður þjálfað. Mbl.is greindi frá því að Moyes hefði augastað á vængmanninum Adnan januzaj, sem spilar fyrir Manchester United og vakti athygli í stjórnartíð Moyes. 

Marouane Fellaini er 28 ára Belgi sem hefur leikið 86 leiki fyrir United og skorað 11 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert