Middlesbrough notar víkingaklappið - (myndskeið)

Enginn tekur Víkingaklappið betur en stuðningsmenn Íslands.
Enginn tekur Víkingaklappið betur en stuðningsmenn Íslands. AFP

„Víkingaklapp“ stuðningsmanna Íslands á EM í knattspyrnu hefur svo sannarlega farið sigurför um heiminn. Stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough buðu upp á sína útgáfu í vináttuleik gegn York nýverið og var það ekki í fyrsta sinn sem þeir nota klappið.

Stuðningsmenn Boro halda því nefnilega fram að þeir hafi verið byrjaðir á þessu víðfræga klappi árið 2013 og birt hefur verið myndskeið því til sönnunar. Sé mið tekið af því hvernig til tekst, er ljóst að íslenska „víkingaklappið“ er ennþá það langbesta sem heyrst hefur.

Víkingaklapps-æðið hefur gengið það langt að veðmálasíður í Englandi eru byrjaðar að taka við veðmálum um hvaða stuðningsmenn taki víkingaklappið fyrst í beinni útsendingu á leik í ensku úrvalsdeildinni.

Útgáfu stuðningsmanna Middlesbrough á þessu fræga klappi árið 2013, má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert