Miðjumaður Liverpool á spítala

Ragnar Klavan verst gegn Willian í leik Liverpool og Chelsea …
Ragnar Klavan verst gegn Willian í leik Liverpool og Chelsea í gær. AFP

Serbinn Marko Grujic, sem er nýgenginn í raðir Liverpool, hefur verið fluttur á spítala eftir höfuðsamstuð við leikmann Chelsea í vináttuleik liðanna í gær. Grujic var tekinn af velli í hálfleik þegar grunsemdir vöknuðu um að hann hefði fengið heilahristing. 

„Stærsta vandamálið er að Grujic er á spítala vegna þess að hann man ekki neitt. Það er ekki svalt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi eftir leikinn. 

„Vonandi er allt í lagi með hann en það er ekki svalt þegar ungir strákar lenda í svona aðstæðum. Meiðsli í svona leikjum á undirbúningstímabilinu eru vandamál.“

Hinn tvítugi Marko Grujic var keyptur frá serbneska liðinu Red Star í janúar en var lánaður aftur til liðsins til loka tímabilsins. Hann skoraði sex mörk og lagði upp sjö í 29 leikjum á tímabilinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert