Arsenal á eftir þýskum varnarmanni

Mustafi í leik með Þýskalandi á EM í sumar.
Mustafi í leik með Þýskalandi á EM í sumar. AFP

Enska knattspyrnuliðið Arsenal sækist nú eftir því að kaupa þýska varnarmanninn Shkodran Mustafi frá spænska liðinu Valencia. Sky í Þýskalandi greinir frá þessu.

Ekkert formlegt tilboð hefur verið lagt fram en viðræður milli liðanna hafa átt sér stað og talið er að Arsenal þurfi að greiða rúmlega 25 milljónir punda fyrir þýska landsliðsmanninn.

Fyrirliði Arsenal, Per Mertersacker, glímir við meiðsli í hné og verður frá keppni af þeim sökum næstu fimm mánuðina. Arsenal þarf því að festa kaup á nýjum varnarmanni og Mustafi þykir fýsilegur kostur.

Mustafi hefur verið í herbúðum Valencia í tvö ár en þaðan kom hann frá ítalska liðinu Sampdoria. Hann hefur áður leikið með ensku liði en hann var á mála hjá Everton um þriggja ára skeið, frá 2009–2012, án þess að ná að leika með aðalliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert