Fitubúðir fyrir þunga leikmenn

Guardiola er strangur.
Guardiola er strangur. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vill að leikmenn liðsins séu í fantaformi en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst eftir tvær vikur. Hann er með nokkurs konar fitubúðir (e. fat camp) fyrir þá leikmenn liðsins sem þykja of þykkir.

Guardiola hafði áður bannað leikmönnum City að snæða pizzur, vegna þess að þær þykja of fitandi. Einnig eru ákveðin þyngdarviðmið höfð til hliðsjónar og þeir leikmenn sem standast ekki viðmiðin mega ekki æfa með aðalliðinu.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Frakkinn Samir Nasri einn þeirra sem sendur hefur verið í offitubúðirnar. „Hann kom til baka eftir sumarfríið of þungur. Hann er allur að koma til en er enn aðeins of þungur,“ sagði Guardiola en City tekur á móti Sunderland í 1. umferð úrvalsdeildarinnar 13. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert