Karius úr leik hjá Liverpool

Jürgen Klopp, framkvæmdarstjóri Liverpool.
Jürgen Klopp, framkvæmdarstjóri Liverpool. AFP

Þýski markvörðurinn Loris Karius, sem nýverið gekk til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool, er handarbrotinn og leikur því ekki með liðinu næstu vikurnar.

Hinn 22 ára Karius meiddist í vináttuleik Liverpool og Chelsea á miðvikudag og er farinn til Englands þar sem hann mun gangast undir uppskurð.

Karius kom til Liverpool frá þýska úrvalsdeildarliðinu Mainz en hann kostaði Liverpool 4,7 milljónir punda. Markvörðurinn hefur leikið fyrir öll yngri landslið Þýskalands á sínum ferli og átti að veita Simon Mignolet harða keppni um markmannsstöðuna í vetur.

Með þessum fréttum er hins vegar ljóst að Mignolet mun hefja tímabilið í markinu hjá Liverpool og hinn 39 ára Alex Manninger mun að öllum líkindum verða markvörður númer tvö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert