Ólöglegt veðmál í ensku úrvalsdeildinni

Kyle Lafferty í leik með Norður-Írlandi á EM 2016.
Kyle Lafferty í leik með Norður-Írlandi á EM 2016. AFP

Kyle Lafferty, landsliðsmaður Norður-Írlands í knattspyrnu og leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Norwich City, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir brot á reglum sambandsins um veðmál.  

Reglur enska knattspyrnusambandsins kveða skýrt á um að leikmönnum sem leika í ensku deildarkeppnunum í knattspyrnu sé bannað að veðja á allt sem tengist knattspyrnuleikjum alls staðar í heiminum.

Lafferty er gefið að sök að hafa lagt pening á atburðarás eða úrslit í knattspyrnuleik sem fram fór 20. febrúar fyrr á þessu ári, en slíkt er eins og áður segir óheimilt samkvæmt fyrrgreindum reglum. Lafferty hefur andmælarétt við kærunni til 5. ágúst næstkomandi.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert