Wengar leitar að framherja

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hyggst bæta við sig miðverði og …
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hyggst bæta við sig miðverði og framherja. AFP

Arsenal hefur verið nokkuð rólegt á leikmannamarkaðnum í sumar, en félagið hefur þó fest kaup á Granit Xhaka, Tasumo Akano og Rob Holding. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar að bæta við sig miðverði og framherja áður en átökin hefjast í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla eftir rúmar tvær vikur. 

Breskir fjölmiðlar greina því að forráðamenn Arsenal renni hýru auga til þýska landsliðsmannsins Shkodrans Mustakis til þess að fylla skarð samlanda hans, Pers Mertesackers, sem verður frá vegna meiðsla næstu fimm mánuði. 

Þá hefur Arsenal lagt fram tæplega 30 milljón punda tilboð í  franska framherjann Alexander Lacazette, en Lyon hafnaði því tilboði. Þá lét Arsenal í minni pokann fyrir Juventus í baráttunni um krafta argentínska framherjans Gonzalos Higuains.

„Eins og staðan er núna hef ég ekki nógu marga kosti í framlínu liðsins að mínu mati. Við stefnum að því að bæta við okkur einum framherja áður en félagaskiptaglugginn lokast,“ sagði Wenger á blaðamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert