Hverjum mun Pogba mögulega skáka?

Paul Pogba ræðir við Moussa Sissoko, félaga sinn í franska …
Paul Pogba ræðir við Moussa Sissoko, félaga sinn í franska landsliðinu í úrslitaleik EM 2016 í sumar. AFP

Hvort sem framhaldssögunni um félagaskipti franska miðvallarleikmannsins Paul Pogba frá Juventus lýkur með því að hann gengur til liðs við Manchester United, Real Madrid eða eitthvert annað félag er eitt þó víst; verðmiðinn á Pogba er í kringum 100 milljónir evra. 

Flest bendir raunar til þess að Paul Pogba velji að leika fyrir Manchester United, en Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, sagði reyndar í gær að samkomulag væri ekki í höfn á milli Juventus og Manchester United og enn fremur að þeir fjölmiðlar sem slægju því föstu segðu ekki satt.

Hver sem áfangastaður Pogba verður gæti hann farið frá Juventus fyrir metfé um eða eftir helgi, en eftirtalin félagaskipti eru þau dýrustu í sögunni eins og sakir standa:

1. Gareth Bale, Tottenham Hotspur til Real Madrid, 100 milljónir evra.
2. Cristiano Ronaldo, Manchester United til Real Madrid, 94 milljónir evra.
3. Zinedine Zidane, Juventus til Real Madrid 75 milljónir evra.
4. Zlatan Ibrahimovic, Inter Milano til Barcelona, 69 milljónir evra.
5. Kaka, AC Milan til Real Madrid, 68 milljónir evra.  
6. Edinson Cavani, Napoli til PSG, 64 milljónir evra.    
7. Luis Figo
, Barcelona til Real Madrid, 62 milljónir evra.
8. Radamel Falcao
, Atletíco Madrid til Monaco, 60 milljónir evra.
9. Fernando Torres, Liveprool til Chelsea, 58 milljónir evra.
10. Neymar, Santos til Barcelona, 57 milljónir evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert