Jóhann Berg spilaði sinn fyrsta leik

Jóhann Berg með Burnley-treyjuna eftir félagsskiptin,
Jóhann Berg með Burnley-treyjuna eftir félagsskiptin, Ljósmynd/http://www.burnleyfootballclub.com/

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg kom við sögu í 3:1-sigri Burnley gegn Rangers í vináttuleik liðanna í dag. Þetta er hans fyrsti leikur fyrir enska úrvalsdeildarliðið síðan hann var keyptur til félagsins fyrir 2,5 milljónir punda um miðjan júlí. Jóhann kom inn á í hálfleik í stað Scotts Arfields. 

Jó­hann samdi við Burnley til þriggja ára en hann kom til liðsins frá Charlt­on þar sem hann hef­ur leikið und­an­far­in þrjú tíma­bil í ensku B-deild­inni. Á síðasta tímabili átti hann flestar stoðsendingar í B-deildinni þrátt fyrir afleitt tímabil Charlton, sem féll niður um deild. 

Fyrsti leikur Burnley í úrvalsdeildinni verður gegn Gylfa Sigurðssyni og félögum í Swansea þann 13. ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert