Mertesacker meiddur fram yfir áramót

Per Mertesacker fagnar heimsmeistaratitli með þýska landsliðinu árið 2014.
Per Mertesacker fagnar heimsmeistaratitli með þýska landsliðinu árið 2014. AFP

Per Mertesacker mun líklega ekki koma við sögu í leikjum enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal á þessu ári að sögn íþróttablaðamannsins Kaveh Solhekol hjá Sky Sports. Upphaflega var gert ráð fyrir að það tæki þýska miðvörðinn nokkra mánuði að jafna sig á meiðslunum. 

Mertesacker hefur verið byrjunarliðsmaður í hjarta varnarinnar ásamt Laurent Koscielny og var gerður að fyrirliða fyrir komandi tímabil. 

Arsenal hefur nýlega keypt unga miðvörðinn Rob Holding en knattspyrnustjóri Arsenal, Arsene Wenger, hefur gefið í skyn að félagið muni bæta við fleiri varnarmönnum, sérstaklega í ljósi meiðslanna hjá Mertesacker. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert