Zenga tekur við Wolves

Walter Zenga hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Wolves.
Walter Zenga hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Wolves. AFP

Walter Zenga, fyrrverandi markvörður ítalska landsliðsins í knattspyrnu karla, hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Wolves, en hann tekur við starfinu af Kenny Jackett sem rekinn var í gær.

Kínverskir fjárfestar keyptu Wolves nýverið og þeirra fyrsta verk var að skipta um knattspyrnustjóra hjá félaginu. Jeff Shi, nýr eigandi Wolves, segir að markmiðið sé að komast í ensku úrvalsdeildina sem allra fyrst og Zenga sé rétti maðurinn í þá vegferð.

Zenga, sem lék megnið af leikmannsferli sínum með Inter Milano og lék 58 landsleiki fyrir Ítalíu, sneri sér að þjálfun eftir að leikmannsferlinum lauk og hefur stýrt  Catania, Palermo, Sampdoria og Al-Shaab á knattspyrnustjóraferli sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert