Heiðursleikur Rooney á Facebook

Hægt verður að fylgjast með Rooney og félögum á Facebook …
Hægt verður að fylgjast með Rooney og félögum á Facebook á morgun. AFP

Fyrirhugaður heiðursleikur enska knattspyrnumannsins Wayne Rooney fer í sögubækurnar en það verður fyrsti leikurinn milli liða í ensku úrvalsdeildinni sem hægt verður að streyma á samfélagsmiðlinum Facebook.

Leikurinn fer fram á morgun en þar mætast núverandi lið Rooney, Manchester United, og hans gamla lið, Everton. Rooney var keyptur til United frá Everton fyrir tólf árum síðan, þá 18 ára gamall.

Hægt verður að fylgjast með framvindu mála á Facebook-síðu Rooney eða síðu Manchester United. Aðgangseyrir af leiknum rennur til góðra málefna sem Rooney ákveður sjálfur.

„Ég er mjög ánægður að fólk um allan heim muni geta fylgst með þessum leik. Það verður vonandi til þess að framlög til góðgerðarmálanna aukist,“ sagði Rooney.

Zlatan Ibrahimovic, Henrikh Mkhitaryan og Eric Bailly munu leika sinn fyrsta leik sem leikmenn United á Old Trafford en þeir voru keyptir til liðsins í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert