Pogba í banni

Paul Pogba byrjar leiktíðina í banni.
Paul Pogba byrjar leiktíðina í banni. AFP

Paul Pogba, nýr leikmaður Manchester United á Englandi, verður ekki með liðinu gegn Bournemouth í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hann tekur út leikbann.

Pogba, sem er 23 ára gamall, gekk aftur til liðs við Manchester United í vikunni fyrir 89 milljónir punda, en hann þarf að bíða til föstudags til að geta spilað með liðinu.

Ákvörðun enska knattspyrnusambandsins er afar undarleg en Pogba fékk tvö gul spjöld í ítalska bikarnum á síðustu leiktíð og tekur hann það bann með sér til Englands.

Margir furða sig á ákvörðuninni en óvíst er hvort hann hefði spilað leikinn, enda ekki kominn í leikform.

Zlatan Ibrahimovic, Eric Bailly og Henrikh Mikhitaryan eru hins vegar allir klárir í leikinn gegn Bournemouth.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert