Schweini fer ekki til Evrópuliðs

Bastian Schweinsteiger í leik Þýskalands gegn Ítalíu á EM í …
Bastian Schweinsteiger í leik Þýskalands gegn Ítalíu á EM í sumar. AFP

Bastian Schweinsteiger mun ekki spila fyrir annað lið í Evrópu ef hann skyldi fara frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United samkvæmt skilaboðum hans til áhangenda sinna sem hann birti á Twitter í morgun. 

Í skilaboðunum segir:

„MUFC verður síðasta félagsliðið mitt í Evrópu. Ég virði önnur félagslið en Manchester United var eina liðið sem gat fengið mig til að fara frá Bayern München. Ég verð tilbúinn ef liðið þarf á mér að halda. Þetta er það eina sem ég get sagt um stöðuna í dag. Ég vil þakka stuðningsmönnunum mínum fyrir frábæran stuðning undanfarnar vikur.“

Óvissa rík­ir um framtíð Schwein­steiger hjá Manchester United og talið er að hann sé ekki í plön­um knatt­spyrn­u­stjór­ans José Mour­in­ho. Hann hefur ekki verið í leikmannahópnum og þá hafa komið upp orðróm­ur um að hon­um hafi verið gert að tæma skáp­inn sinn hjá aðalliðinu og flytja dótið sitt þangað sem varaliðið hef­ur aðstöðu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert